KEA-merkið farið!

mbl.is/Margrét Þóra

Eflaust hafa margir Akureyringar rekið upp stór augu í gærmorgun, þ.e. þeir sem tóku eftir að búið var að fjarlæga KEA-merkið - hið nýja af gamla Kaupfélagshúsinu, Hafnarstræti 91, á horni sem í eina tíð var iðulega nefnt Kaupfélagshorn, á mótum Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis. KEA hefur nú flutt aðsetur sitt, gerði það á mánudag, á Glerárgötu 36.

Raunar var hinn fornfrægi græni tígull, hið eina og sanna KEA-merki í huga margra, tekinn niður af húsinu í vetur, í febrúar og nýtt og nútímalegra merki sett upp í hans stað. Um tíðina hefur KEA-merkið verið hið þekktasta á Akureyri, enda margháttuð starfsemi verið á vegum félagins í 120 ára sögu þess. En sem sé höfuðstöðvar KEA eru nú ekki lengur í Hafnarstræti, merkið horfið af húsinu og þess í stað komið merki sem hefur yfir sér alþjóðlegri blæ; Intrum Justitita.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert