Morgunblaðið skilar sér seint

Dreifing Morgunblaðsins hefur gengið erfiðlega undanfarnar helgar og þar er því fyrst og fremst um að kenna hve illa hefur gengið að manna dreifinguna í sumarleyfum blaðbera, að sögn Arnar Þórissonar, dreifingarstjóra Morgunblaðsins. Allir áskrifendur hafi fengið blaðið á endanum þó að það hafi í sumum tilvikum tekið langan tíma. Komið hafi fyrir að laugardagsblaðið hafi verið borið út með sunnudagsblaðinu.

"Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að blaðburðurinn sé hnökralaus. Ef blaðburði hefur verið lokið á svæðum og áskrifendur ekki fengið blaðið er hefð fyrir því að það sé sent með bíl ef þess er óskað. Þar að auki hafa allir áskrifendur aðgang að blaðinu á netinu, ef þeir eru komnir með aðgangsorð sem annars er hægt að nálgast hjá áskriftarþjónustu. Það getur dugað fólki tímabundið," segir Örn.

"Blaðberar Morgunblaðsins eru um 500 talsins og þegar margir eru í fríi þarf mikinn fjölda afleysingafólks. Hjá okkur er fjöldi manns sem sinnir ráðningarmálum og mönnunarmálum blaðbera á degi hverjum. Þrátt fyrir stöðugar auglýsingar og mikið starf þessa fólks hefur ekki tekist að láta blaðburð ganga upp. Þetta hefur verið eitt erfiðasta sumarið hvað þetta varðar. Við vonumst þó til þess að við séum að komast fyrir vind með þetta, en það veitir ekki af fleira fólki í afleysingar. Ef fólk er að leita sér að skammtímavinnu eða vinnu til lengri tíma, þá er um að gera að leita til blaðadreifingar, t.d. með því að hringja í 569-1440 eða senda okkur tölvupóst á bladberi@mbl.is," sagði Örn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert