Dagur segir að snúið hafi verið út úr orðum hans um Strætó

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar.
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir furðulegan snúning hafa farið af stað í gær í kjölfar pistils sem hann sendi frá sér um málefni strætó. Í tölvupósti frá Degi sem barst í dag segir: „ Því hefur verið mótmælt, og ég borinn fyrir því, að sveitarfélög hafi svikist um að greiða til strætó í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun fyrirtækisins. Því hef ég aldrei haldið fram.“

„Ég vildi halda til haga að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur í stjórn Strætó (raunar að Hafnarfirði undanskildum) komu í veg fyrir að fjárhagsáætlun og framlög sveitarfélaganna til strætó væru leiðrétt og samþykkt í samræmi við kostnaðarauka kjarasamninga sem strætó gerði í upphafi ársins. Það er stærsta einstaka ástæða fyrir rekstrarvanda strætó, ekki farþegafækkun, og því vildi ég halda til haga.“

Í pósti frá degi í gær segir: „Tillögum Samfylkingarinnar um málefni strætó var frestað á fundi borgarráðs sem lauk rétt í þessu. Athygli vakti að stór hluti fjárhagsvanda fyrirtækisins sem blásinn hefur verið upp í fjölmiðlum er til kominn vegna þess að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa svikist um að greiða framlög í samræmi við launahækkanir vegna nýgerðra kjarasamninga. Vandinn er því aðeins að litlum hluta vegna fækkunar farþega einsog látið hefur verið í veðri vaka. Í þessu ljósi má segja að aðgerðir strætó með fækkun leiða og minni tíðni ferða eru sambærilegar við það að eftir kjarasamninga starfsfólks á leikskólum hefði borgarstjórn ákveðið að loka fimmta hverjum leikskóla til að verða ekki fyrir kostnaðarauka af kjarasamningunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert