Elfar Aðalsteinsson greiðir hæstu opinberu gjöld á Austurlandi

Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Eskju á Eskifirði, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Austurlandskjördæmis samkvæmt álagningarskrá sem birt var í morgun. Elfar greiðir rúmlega 78 milljónir króna en Jón H. Sigbjörnsson framkvæmdastjóri á Egilsstöðum greiðir greiðir rúmlega 21 milljón og Tómas Már Sigurðsson á Egilsstöðum greiðir rúmlega átta milljónir króna.

Listinn yfir gjaldahæstu einstaklingana á Austurlandi er eftirfarandi:

  1. Elfar Aðalsteinsson, Eskifirði, 78.377.661 krónur.
  2. Jón H. sigurbjörnsson, Eskifirði, 21.455.621 krónur.
  3. Tómas Már Sigurðsson, Egilsstöðum, 8.935.546 krónur
  4. Kristín Guttormsson, Neskaupsstað, 8.740.532 krónur.
  5. Mark Lennon Stanley, Eskifirði, 7.604.525 krónur.
  6. Halldór Gunnlaugsson, Neskaupsstað, 7.516.523 krónur.
  7. Birgir Björnsson, Höfn í Hornafirði, 7.374.738 krónur
  8. Björn Magnússon, Neskaupsstað, 7.300.807 krónur.
  9. Gunnar Ásgeirsson, Höfn í Hornafirði, 7.065.301 krónur.
  10. Guðrún Sigurðardóttir, Neskaupsstað, 6.918.087 krónur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert