Fyrstu tölur úr prófkjöri Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi

Fyrstu tölur hafa verið birtar í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi. Aðeins hafa verið talin 150 atkvæði af þeim tæplega 1.700 sem greidd voru svo þau gefa ekki endilega rétta mynd af raunverulegri skiptingu atkvæða. Í 1. sæti er Guðbjartur Hannesson með 59 atkvæði, í 2. sæti Anna Kristín Gunnarsdóttir með 62 atkvæði í 1.-2. sæti, í 3. sæti er Helga Vala Helgadóttir með 63 atkvæði í 1.-3. sæti. í 4. sæti er Sigurður Pétursson með 63 atkvæði í 1.-4. sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert