Hvalveiðar Íslendinga ,,gríðarleg vonbrigði"

Sendiherra Bretlands, Apt Mehmet, með föruneyti í morgun.
Sendiherra Bretlands, Apt Mehmet, með föruneyti í morgun. Morgunblaðið/ Ásdís Ásgeirsdóttir

Sendiherra Bretlands á Íslandi, Alph Mehmet, afhenti í morgun ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, Grétari Má Sigurðssyni, mótmælaskjal 25 þjóða og framkvæmdastjórnar ESB vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Í skjalinu lýsa þessi ríki og ráð yfir ,,gríðarlegum vonbrigðum" með ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar að nýju og eru þau hvött til að virða ,,bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og hætti veiði". Með Mehmet í för voru sendiherrar Svíþjóðar og Þýskalands, auk fulltrúa finnskra og ástralskra stjórnvalda m.a.

Textinn hefst þannig: ,,Við, ríkisstjórnir Argentínu, Ástralíu, Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Chile, Tékklands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Írlands, Ísrael, Ítalíu, Lúxemborgar, Mexíkó, Mónakó, Hollands, Nýja-Sjálands, Perú, Portúgal, Slóvakíu, Spánar, Svíþjóðar, Bretlands og Bandaríkjanna auk framkvæmdastjórnar ESB erum gríðarlega vonsvikin með ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni í lögsögu sinni, þrátt fyrir alþjóðlegt bann við hvalveiðum."

,,Við viljum benda á þann mikla efnahagslega og samfélagslega hag sem Íslendingar hafa af vaxandi markaði í hvalaskoðun og lýsum yfir þeirri skoðun að hvalveiðar hafa mikil áhrif á hann. Við ítrekum andstöðu ríkja okkar við þessa aðgerð og hvetjum íslensku ríkisstjórnina til að endurmeta afstöðu sína í málinu og taka þessa óþörfu ákvörðun til baka og hætta hvalveiðum".

Skjalið í fullri lengd má finna á vefsíðu sendiráðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert