Björgvin sigraði - Lúðvík náði öðru sæti

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar óskar Björgvini G. Sigurðssyni til …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar óskar Björgvini G. Sigurðssyni til hamingju með sigurinn mbl.is/Sigurður Jónsson

Björgvin G. Sigurðsson hafði afgerandi sigur í prófkjöri Samfylkingarinnar á Suðurlandi, og Lúðvík Bergvinsson náði öðru sæti. Lokatölur voru birtar nú upp úr klukkan tíu í kvöld. Róbert Marshall varð í þriðja sæti.

Alls greiddu 5.149 atkvæði. Björgvin hlaut 1.685 og Lúðvík 1.523. Róbert hlaut 1.926 og Ragnheiður Hergeirsdóttir varð í fjórða sæti með 2.160. Í því fimmta varð Jón Gunnarsson með 1.928.

Björgvin kvaðst „óendanlega þakklátur“ fyrir þann stuðning er hann hafi hlotið, og sagði prófkjörið sýna að mikil breidd væri í kjördæminu.

Fylgst með fyrstu tölum.
Fylgst með fyrstu tölum. mbl.is/Sig. Jóns.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert