Erlendir ferðamenn á sumardekkjum afþökkuðu aðstoð björgunarsveitarmanna

Björgunarsveitin Hérað var kölluð út fyrr í gærkvöldi vegna tveggja bíla sem voru í vandræðum við Axarafleggjarann á Breiðdalsheiði. Rétt fyrir klukkan hálf tíu fóru björgunarsveitarmenn af stað og komu að bílunum rúmum hálftíma síðar.

Í ljós kom að bílarnir voru á sumardekkjum þrátt fyrir að fljúgandi hálka væri á svæðinu og allhvasst. Fólkið í bílunum, sem var erlent, neitaði allri aðstoð og kvaðst ætla gista í bílunum í nótt. Við svo búið hélt björgunarsveitin heim á leið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert