Aðstæður skoðaðar þegar birta tekur; veðurspáin ekki góð

Wilson Muuga á strandstað suður af Sandgerði.
Wilson Muuga á strandstað suður af Sandgerði. mbl.is/Brynjar Gauti

Björgunarsveitarmenn bíða nú eftir að það birti til að sjá hvað verði hægt að gera á strandstað í dag þar sem flutningaskipið Wilson Muuga situr fast í fjörunni sunnan Sandgerðis. Í nótt var klárað að leggja veg að skipinu svo koma megi dælubifreiðum og öðrum tækjabúnaði til að dæla megi olíu úr skipinu. Áfram spáir hvassviðri á svæðinu.

Björgunarsveitarmenn koma nú saman til fundar til þess að fara yfir stöðu mála. Þá er beðið eftir því að það fjari undan skipinu, en háflóð var um klukkan sex í morgun.

Tveir lögregluþjónar og þrír björgunarsveitarmenn vöktuðu skipið í nótt. Kristján Valur Guðmundssonar, í svæðisstjórn Reykjaness, var á meðal þeirra sem stóð vaktina og hann segir skipið hafa ruggað aðeins til en ekkert hafi þó komið upp. Skipið standi enn þráðbeint og ekkert sé vitað til þess að olía hafi lekið úr skipinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert