ASÍ kemst inn í Bónus

Eftir fund forsvarsmanna Bónuss og Alþýðusambands Íslands aflétti Bónus banni við verðkönnunum ASÍ í Bónus-verslunum en bannið var lagt á vegna deilna um verðkönnun á bókum í liðinni viku.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að bannið hafi verið lagt á til að ná athygli ASÍ sem hafi ekki svarað fyrirspurnum varðandi könnunina. Á fundinum hafi Bónus getað komið sínum sjónarmiðum á framfæri og þar með hafi tilganginum með banninu verið náð. „Það er lágmark að svara fyrirspurnum og það er nú bara dónaskapur að gera það ekki," segir Guðmundur.

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að óskað hafi verið eftir því að athugasemdir sem berast frá verslunum verði settar í ákveðinn farveg. Hann sagðist ekki búast við öðru en að samskipti við Bónus yrðu góð, hér eftir sem hingað til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert