Aðalheiður Sigursveinsdóttir nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Aðalheiður Sigursveinsdóttir
Aðalheiður Sigursveinsdóttir

Aðalheiður Sigursveinsdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Aðalheiður hefur undanfarin sjö ár starfað hjá KB banka en hún hefur BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík. Aðalheiður, sem er gift Páli Magnússyni fyrrum aðstoðarmanni Valgerðar Sverrisdóttur, tekur við starfinu af Sigfúsi Inga Sigfússyni sem hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert