Metsala á flugeldum

Mikið seldist af flugeldum fyrir þessi áramót.
Mikið seldist af flugeldum fyrir þessi áramót. mbl.is/Ómar

Sala Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á flugeldum var með besta móti fyrir þessi áramót. Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Landsbjargar sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að hjálparsveitirnar víða um landið hefðu tilkynnt umtalsvert meiri sölu en í fyrra sem þó var metár. Jón telur að um 20% aukning hafi orðið. „Við erum þakklát fyrir að þjóðin svaraði því kalli okkar að nota þessa leið til að styðja við bakið á okkar starfsemi," sagði Jón.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg flutti á milli 500 til 600 tonn af flugeldum til landsins fyrir þessi áramót en það var óvenju mikið sökum þess að lagerstaðan var lág fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert