Flugsamgöngur ganga vel

Flug hefur gengið með eðlilegum hætti það sem af er …
Flug hefur gengið með eðlilegum hætti það sem af er degi. mbl.is/ÞÖK

Flugsamgöngur, bæði innanlands og utan, hafa gengið vel það sem af er degi. Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugstoða, varð einhver töf á flugi á Keflavíkurflugvelli í morgun en það var sökum hálku og afísingar og seinkunar á vél frá Bandaríkjunum. Að sögn Hjördísar er áformað að bæta þjónustustigið á Reykjavíkurflugvelli á næstu dögum.

Flugkennarar með aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli eru ósáttir við skerta þjónustu flugumferðastjóra.

Hjördís sagði að skipulagður væri fundur stjórnar Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Flugstoða seinna í dag þar sem rætt verður um lífeyrismál flugumferðarstjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert