Héraðsskjalasafn fær skjöl Sparisjóðs Sauðárkróks

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga fékk í dag afhent skjöl Sparisjóðs Sauðárkróks til vörslu. Jóel Kristjánsson útibústjóri Kaupþings afhenti skjölin, en sparisjóðurinn var undanfari Búnaðarbankans á Sauðárkróki. Elstu skjölin eru frá þeim tíma er sparisjóðurinn var stofnaður, 1886. Yngstu skjölin eru frá 1963.

Um er að ræða fundargerðarbækur, viðskiptamannabækur, höfuðbækur með inneign, skuldum og eignum, sjóðbækur gjaldkera og fleira.

Gögnin eru talin mikilsverð heimild um starfsemi sparisjóðsins og umsvif íbúa í Skagafirði á fyrri helmingi 20. aldar, einkum með tilliti til vélvæðingar í landbúnaði og þróunar í sjávarútvegi og iðnaði. Skjalasafnið annast flokkun, skráningu og pökkun skjalanna eftir afhendingu þeirra og ber ábyrgð á varðveislu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert