49 óhöpp i umferðinni á höfuðborgarsvæðinu undanfarinn sólarhring

mbl.is/Kristinn

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið alls 49 óhöpp í umferðinni undanfarinn sólarhring, frá klukkan sjö í gærmorgun til sjö í morgun, en ekki hafa orðið slys. Segir lögreglan óhappahrinuna mega rekja til færðarinnar, en mikið snjóaði í borginni í gær og nótt.

Mjög fáir voru á ferli í miðborginni í nótt, að sögn lögreglunnar, og gekk allt að mestu átakalaust fyrir sig. Þó kom til kasta lögreglunnar í tveim tilvikum þar sem um var að ræða minniháttar líkamsárásir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert