Óku af pöbbnum inn í skafl

Tveir menn voru handteknir aðfaranótt sunnudags vegna gruns um ölvunarakstur eftir að bifreið þeirra fór út af Gaulverjabæjarvegi á móts við Glóru.

Að sögn lögreglu voru mennirnir að koma af veitingastaðnum Kríukránni en náðu ekki beygjunni inn á þjóðveginn og bíll þeirra fór þvert yfir veginn og staðnæmdist í snjóskafli þar sem hann sat fastur.

Annar mannanna viðurkenndi við yfirheyrslu að hafa ekið bílnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert