Fréttastofa Stöðvar 2 afhendir gögn

Fréttastofa Stöðvar tvö afhendir lögreglu í dag gögn, sem lögregla telur sig þurfa til að bera kennsl á fimm einstaklinga sem myndaðir voru í tengslum við umfjöllun Kompáss um karlmenn sem leita eftir samneyti við börn í gegnum netið. Þetta kemur fram á netmiðlunum vísi.is.

Þar segir, að samkvæmt starfsreglum fréttastofunnar séu vinnugögn almennt ekki afhent utanaðkomandi aðilum en undantekning sé gerð vegna alvarleika málsins og ríkra almannahagsmuna.

Í Kompásþætti, sem sýndur verður á sunnudag, kemur fram að rúmlega 100 einstaklingar höfðu samband við tálbeitu Kompáss, sem sagðist vera 13 ára stúlka. Fimm þeirra heimsóttu íbúð þar sem þeir héldu að stúlkan biði eftir þeim. Andlit þessara manna verða afmáð í þættinum en ekki í gögnum þeim sem afhent verða lögreglu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert