Sendiherra Breta: Engin herferð gegn íslenskum vörum

Sendiherra Bretlands á Íslandi, Alp Mehmet segir að Bretar vilji reyna að fá þjóðir, sem hafi sömu skoðun á hvalveiðum og þeir, til að ganga í Alþjóðahvalveiðiráðið. Japanar hafi gert það saman. Mehmet sagði, að ekki stæði til af hálfu breskra stjórnvalda að hrinda af stað herferð gegn íslenskum vörum; slíkt væri ekki háttur siðaðra þjóða.

Mehmet sagði jafnframt, að ekki felist nein mótsögn í að reka stefnu gegn hvalveiðum og reka jafnframt kjarnorkuverið Sellafield sem að mati margra umhverfissinna ógni sjávarlífi Atlantshafsins. „Það stafar engin ógn af kjarnorkuverum okkar, þau ógna ekki sjávarlífi, mannfólki eða umhverfinu," sagði Mehmet.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert