Sumarbústaður skemmdist í eldi

Sumarbústaður í landi Höskuldsstaða í Eyjafirði skemmdist talsvert eftir að í honum kviknaði í nótt. Var slökkvilið kallað út milli klukkan fjögur og hálf-fimm, nokkur eldur var i bústaðnum þegar að var komið, en vel gekk að slökkva eldinn og er bústaðurinn ekki talinn ónýtur. Málið er í rannsókn og er ekki vitað um eldsupptök, fólk hafði verið í bústaðnum í gærdag, en enginn var í bústaðnum þegar eldurinn kom upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert