Líðan manns sem lenti í Ölfusá góð

Bíllinn marar í hálfu kafi í Ölfusá.
Bíllinn marar í hálfu kafi í Ölfusá. mbl.is/Sig. Jóns.

Líðan mannsins sem lenti í Ölfusá í gærkvöldi er góð eftir atvikum, en hann dvaldi á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í nótt. Maðurinn sat í bíl sínum nokkra stund eftir að hún hafnaði í ánni og var mjög kalt, en hann hlaut enga alvarlega áverka.

Maðurinn var einn í bílnum sem fór í ánna fyrir neðan leikhúsið, við Nóatúnsverslunina. Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á svæðinu voru kallaðar út vegna þessa en aðstæður voru tiltölulega góðar og dýpi lítið þar sem slysið varð og því maraði bíllinn aðeins í hálfu kafi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert