Skafmiðasvindl teygir sig til landsins

Fyrirtækið European Lottery Guild sendir þessa dagana vandaða skafmiða til landsmanna, að sögn Fréttablaðsins. Blaðið segir að skafmiðarnir innihaldi háa dollaravinninga en vinningshafar verði að gefa upp greiðslukortsnúmer sitt, ásamt gildistíma og öryggisnúmeri. Segir blaðið, að á vefsíðum neytenda víða um heim sé varað við fyrirtækinu sem talið sé tengjast alþjóðlegu happdrættissvindli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert