Aukin velta í dagvöru en samdráttur í áfengissölu

Velta í dagvöruverslun var 4,3% meiri í janúar miðað við …
Velta í dagvöruverslun var 4,3% meiri í janúar miðað við sama tímabil í fyrra. mbl.is

Velta í dagvöruverslun var 4,3% meiri í janúar síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, miðað við fast verðlag. Á breytilegu verðlagi var hækkunin hins vegar 13,2% milli ára. Sala á áfengi dróst töluvert saman á milli janúarmánaða 2006 og 2007, eða um 15,2% á föstu verðlagi en 11,2% á breytilegu verðlagi.

Þetta kemur fram í smásöluvísitölunni, sem Rannsóknasetur verslunarinnar reiknar út. Í tilkynningu segir, að velta dagvöruverslunar hafi aukist nokkuð jafnt á milli mánuða að undanförnu, að desember undanskildum. Ástæða veltuaukingar í janúar megi væntanlega að nokkru leyti rekja til verðhækkna.

Svo virðist sem landsmenn hafi verið heldur hógværari í neyslu áfengis í upphafi þorra heldur en í fyrra, ef hægt er að draga þá ályktun af minni veltu í sölu áfengis í janúar samanborið sama mánuð í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka