Fyrsta degi lokið í seinni hluta Baugsmálsins

Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson í dómssal í morgun.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson í dómssal í morgun. mbl.is/ÞÖK

Hlé var gert á skýrslutöku Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni um klukkan 15:30 í dag en reiknað er með að það taki taki um þrjá daga að leiða til lykta skýrslutökuna yfir Jóni Ásgeiri í þessum seinni hluta Baugsmálsins. Nú eftir hádegið lauk settur saksóknari Sigurður Tómas Magnússon að fara yfir ákærulið númer átta af átján. Hann spurði ítrekað útí aðkomu Jóns Ásgeirs að Fjárfari en fékk hann ekki til að játa að hann hefði gengt þar lykilhlutverki.

Í dag fór settur saksóknari ítarlega yfir fjársvikahluta ákærunnar og þau meintu ólöglegu lán sem Jón Ásgeir er ákærður fyrir að hafa tekið og eða ákveðið að yrðu tekin. Lánin þessi eru samkvæmt ákærunni talin brjóta gegn hlutafélagalögum.

Jón Ásgeir hélt því margsinnis fram í vitnaleiðslunum í dag að lánin hefðu öll verið tengd ákveðnum viðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert