Bæjarstjórn segir Helgafellsveg hafa lítil áhrif á íbúa og næsta umhverfi

Frá mótmælunum við gömlu ullarverksmiðjuna í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ í …
Frá mótmælunum við gömlu ullarverksmiðjuna í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ í síðustu viku. mbl.is

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar segir Helgafellsveg falla vel að landi og umhverfi og hafa lítil áhrif á íbúa og nærumhverfi. Samkvæmt úrskurði Skipulagsstofnunar og umhverfisráðherra brjóti lagning vegar hvorki gegn ákvæðum náttúruverndarlaga né ákvæðum náttúruminjaskrár sem gildi um Varmá. Helgafellshverfi og tengivegur fyrir ofan Álafosskvos inn í hverfið hafi verið á aðalskipulagi Mosfellsbæjar frá árinu 1983 og það hafi verið endurskoðað í tvígang.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bæjarstjórn í tilefni af fundi sme haldinn var í dag um hönnun og útfærslu tengivegarins inn í Helgafellshverfi. Lögbundið samráð hafi verið haft við íbúa og aðra hagsmunaaðila um málið og ýmsar breytingar verið gerðar, m.a. hafi vegurinn verið lækkaður um tvo metra og færður fjær ánni.

Þá hafi Mosfellsbær sett sér strangari reglur en lög kveða á um hvað varðar hljóðvist í íbúðahverfum. Sérstök áhersla hafi verið lögð á að takmarka hljóðmengun frá tengiveginum í nærliggjandi hverfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert