Máli vegna sölu Íslenskra aðalverktaka vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfu JB Byggingafélags ehf. og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar hf. um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd lokaðs útboðs á 39,86% hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi verið ólögmæt. Þá var ríkið sýknað af kröfum fyrirtækjanna um að skaðabótaskylda yrði viðurkennd.

Dómurinn féllst ekki á sjónarmið fyrirtækjanna um að stjórnsýslulög og jafnræðisregla stjórnarskrár hefðu verið brotin við söluna. Þá var heldur ekki talið, að sýnt hefði verið fram á að framkvæmd útboðsins hafi verið ólögmæt.

Skrifað var í maí 2003 undir kaupsamning milli íslenska ríkisins og Eignarhaldsfélagsins AV ehf. um kaup þess síðarnefnda á 39,8577% hlut ríkisins í félaginu. Heildarkaupverð var rúmlega 2 milljarðar króna. Fyrirtækin tvö, sem málið höfðuðu, voru meðal þeirra sem lögðu fram tilboð í ÍAV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert