Vasilín hættulegra en oddhvassir prjónar?

"SÍÐAN þeir fóru að vesenast út af þessum vökva eru þeir hættir að taka af manni prjónana," segir Lilja Valdimarsdóttir, hornleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hún fékk að valsa óáreitt upp í flugvél á leið til Þýskalands með oddhvassa prjóna í farteskinu. Á sama tíma máttu hins vegar aðrir lúðrablásarar hljómsveitarinnar sjá á eftir vasilíni og lúðraolíu í hendur tollvarða í Leifsstöð. "Þetta eru prjónar númer tvö, sem sagt mjög fínir og það væri vafalaust hægt að pota mjög illa með þeim," fullyrðir Lilja sem telur aftur á móti að vasilín sé harla skaðlaust efni.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert