Bruninn hafði slæm áhrif á jurtir en góð á fugla

Frá brunanum í fyrra.
Frá brunanum í fyrra. mbl.is/RAX
eftir Egil Ólafsson

egol@mbl.is

RANNSÓKNIR á sinubrunanum á Mýrum á síðasta ári benda til að bruninn hafi haft veruleg áhrif á gróðurfar. Gróður á brunnu svæðunum hafi orðið einhæfari en á svæðum sem ekki brunnu. Smádýralíf og fuglalíf jókst hins vegar á bunasvæðunum m.a. vegna þess að við brunann losnaði mikið af næringarefnum.

Frumniðurstöður úr viðamiklum rannsóknum á áhrifum brunans á jurta- og dýralíf voru kynntar á Fræðaþingi landbúnaðarins í gær, en fyrirhugað er að rannsóknirnar standi í fimm ár. Um 68 ferkílómetrar lands brunnu, en þetta er talinn mesti sinubruni í Íslandssögunni. Eldurinn fór á 3,5 kílómetra hraða frá þeim stað þar sem hann kviknaði til strandar.

Rannsóknin leiddi í ljós að hrossagauk fjölgaði á brunnu svæðunum um 50% og þúfutittlingum um 100%. Guðmundur A. Guðmundsson líffræðingur sagði þetta frekar óvæntar niðurstöður þó að þekkt væri af rannsóknum erlendis að fuglalíf ykist við sinubruna. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að smádýralíf jókst á svæðunum sem brunnu.

Rannsókn á jurtalífi leiddi hins vegar í ljós að gróður var einhæfari á brunnu svæðunum en þeim sem ekki brunnu. Runnategundir hefðu farið illa út úr brunanum og sérstaklega þó krækiberjalyng. Grasvöxtur hefði ekki verið meiri á brunnu svæðunum en þeim sem ekki brunnu. Engu að síður væri töluverður endurvöxtur á brunnu svæðunum.

Í rannsókninni fannst ný fléttutegund sem ekki var vitað að yxi á Íslandi. Þetta er tegund sem kallast mýrarkróka. Rannsóknin leiddi í ljós að mun meira fannst af hornsíli í vötnum á brunasvæðinu en í vötnum utan þess.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert