Bollur af öllum stærðum og gerðum í boði

Bolludagurinn er runninn upp og renna bollurnar út í tugþúsunda tali, að sögn Óttars B. Sveinssonar, framleiðslustjóra hjá Bakarameistaranum í Suðurveri. Bolludagurinn er því líklega skemmtilegasti dagurinn á árinu í bakaríum landsins. Þá er handagangur í öskjunni því mikið liggur við þar sem þjóðin innbyrðir yfir milljón bollur á þessum degi. Hann gerir ráð fyrir að baka um 50 þúsund bollur og segir vatnsdeigsbollur með rjóma vinsælastar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert