Olíuleifum dælt úr Wilson Muuga

Wilson Muuga er enn á sínum stað, tveimur mánuðum eftir …
Wilson Muuga er enn á sínum stað, tveimur mánuðum eftir að það strandaði við Hvalsnes mbl.is/ÞÖK

Farið var út í Wilson Muuga í dag og dælt þaðan olíuleifum, að sögn Gottskálks Friðgeirssonar hjá Umhverfisstofnun, var um lítilræði að ræða. Engin olía hefur sést við skipið og er óvíst hvort olían sem fannst í tjörn skammt frá skipinu tengist því.

Sýni hafa verið tekin í dag og verður væntanlega ekki ljóst hvort um mengun frá Wilson Muuga er að ræða fyrr en niðurstöður berast úr rannsóknum á þeim.

Sveinn Kári Valdimarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness, segist hafa orðið var við á annað hundrað olíusmitaðra fugla á svæðinu frá Garðskaga að Njarðvíkurfitjum á laugardag, um 20-30 fugla á sunnudag, og annað eins í gær.

Eina olían sem hins vegar hefur fundist er í áðurnefndri tjörn, en í henni er olía í þarabingjum sem skolað hefur á land yfir brimgarðinn. Tjörnin er vinsæll viðkomustaður fugla, en ekki hefur sést þar til fugla frá því að olíunnar varð vart. Stefnt er að því að hreinsa tjörnina í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert