23 teknir fyrir hraðakstur

Tuttugu og þrír ökumenn voru sektaðir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sá sem hraðast ók mældist á 110 km hraða á Reykjanesbrautinni við verslun 10-11 í Hafnarfirði, en þar er hámarkshraði 70 km á klukkustund.

Þá var tilkynnt um átta umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag, en engin alvarleg meiðsl urðu á fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert