Fjarðarheiði lokuð

mbl.is/Steinunn

Lokað er yfir Fjarðarheiði vegna óveðurs. Varað er við óveðri við Vík í Mýrdal og í Öræfasveit. Greiðfært er um Suður- og Vesturland. Á Vestfjörðum er hálka á heiðum.

Á Norðurlandi eru stöku hálkublettir. Á Austurlandi er víðast hvar hálka, snjóþekja og skafrenningur á heiðum, mokstur er hafinn á Breiðdalsheiði og ófært er um Öxi. Á Suðausturlandi eru hálkublettir og éljagangur, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu og Vegagerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert