Heimdallur hvetur stjórnvöld til að hafa í heiðri hefðir réttarríkisins

Auglýsing fyrir SnowGathering 2007, sem átti að fara fram á …
Auglýsing fyrir SnowGathering 2007, sem átti að fara fram á Íslandi.

Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, bendir á mikilvægi þess að stjórnvöld og málsmetandi aðilar í í pólitískri umræðu hér á landi hafi í heiðri hefðir réttarríkisins, í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur í tengslum við svonefnda klámráðstefnu hér á land.

Heimdellingar segja það einnig mikilvægt að gleyma ekki grundvallarreglum á borð við að allir séu saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð og að siðferðismat eigi ekki að ráða för í aðgerðum yfirvalda.

„Traust stjórnarfar er forsenda þess að lýðræði fái þrifist. Til þess að svo geti verið verður að virða reglur um jafnræði – líka þegar þær snúa gegn þeim sem stunda iðju og athafnir sem ekki er öllum að skapi,“ segir í ályktun Heimdellinga vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert