Sameiginleg stýring á öllum umferðarljósum 2010

Umferðarljós á 40 gatnamótum í Reykjavík verða tengd sameiginlegri stjórntölvu í næsta mánuði og stefnt er að því að árið 2010 verði sameiginleg stýring á öllum umferðarljósum í borginni. Þá verður hægt að stýra umferðarljósunum eftir umferðarþunganum hverju sinni, en það skilar sér í styttri aksturstíma og biðtíma á ljósum. Talið er að það leiði af sér árlegan sparnað fyrir ökumenn, á bilinu 125 milljónir kr. til 933 milljónir kr.

Unnið hefur verið að verkefninu frá árinu 2002 á vegum Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar, en rannsókn sem þá var gerð leiddi í ljós að ná mætti fram umtalsverðum sparnaði í ferðatíma í borginni væri stýring umferðarljósanna sveigjanlegri en hún er nú. Allar breytingar á núverandi kerfi eru mjög óþjálar og tímafrekar, auk þess sem kerfið lætur ekki vita sjálfkrafa af bilunum umferðarljósa, eins og nýja kerfið mun gera. Þannig verður hægt að bregðast strax við bilunum og minnka líkur á slysum af þeim sökum.

Nánar er fjallað um þetta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert