Grimsby vill gera vinabæjarsamkomulag við Akureyri

Akureyringar íhuga hvort undirrita skuli vinabæjarsamkomulag við Grimsby.
Akureyringar íhuga hvort undirrita skuli vinabæjarsamkomulag við Grimsby. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Grimsby á Englandi hefur sýnt því áhuga að undirrita vinarbæjarsamkomulag við Akureyrarbæ. „Málið er rétt á frumstigum og sendiráðið í London hefur milligöngu um þessar þreifingar," sagði bæjarstjóri Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Bæjarstjórinn í Grimsby mun hafa átt hugmyndina að þessu og sendiherra Íslands í London kom henni áleiðis til Akureyrar.

„Vinabæjarsamskipti við aðra vinabæi eru fyrst og fremst í ungmennasamskiptum og á menningarsviðinu en við hefðum áhuga á að hafa samskiptin við Grimsby meira viðskiptatengd þar sem mörg fyrirtæki héðan að norðan eru með aðstöðu á Humberside-svæðinu," sagði Sigrún Björk. Hún benti á að fyrir utan fiskvinnslu væri mörg fyrirtæki í matvælaiðnaði á báðum stöðunum og að bæirnir ættu margt sameiginlegt.

Akureyri á ekki vinabæ á Bretlandi, bara á Norðurlöndunum, Rússlandi og í Kanada.

Búið er að fjalla um málið í stjórnsýslunefnd Akureyrar og fékk lofsamlega umfjöllun en næsta skref er að taka málið fyrir bæjarstjórnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert