Fangelsi fyrir að nefbrjóta tvo menn

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 6 mánaða fangelsi, þar af 5 mánuði skilorðsbundið, fyrir að nefbrjóta tvo aðra karlmenn sama kvöldið. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða mönnunum tveimur bætur, öðrum rúmlega 340 þúsund og hinum 192 þúsund krónur, auk sakarkostnaðar.

Atburðir þessir urðu í Skíðaskálanum í Hveradölum sl. vor en lögregla var kölluð þangað vegna slagsmála. Fram kom við yfirheyrslur, að maðurinn hefði komið að öðrum manni, sem sat í sófa og endað með að skalla hann í nefið. Síðan hljóp maðurinn upp stiga og sló mann, sem stóð á stigapalli, í andlitið.

Árásarmaðurinn hefur áður hlotið dóma og rauf m.a. skilorð eldri dóms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert