Geir segir enga niðurstöðu komna í auðlindamálið

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde. mbl.is/Brynjar Gauti

Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu síðdegis í dag þar sem m.a. hefur verið rætt um hugsanlegt ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir sjávar verði lýstar sameign þjóðarinnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra vildi lítið tjá sig eftir fund þingflokks Sjálfsstæðisflokksins. „Þetta er allt í góðu," sagði hann og tók jafnframt fram að engin niðurstaða væri komin í auðlindamálið.

Hann vildi ekki segja fréttamanni Ríkissjónvarpsins hvað var rætt um auðlindamálið á þingflokksfundinum en sagði að samstarfið væri gott milli stjórnarflokkanna og áfram yrði rætt um málið á þeim vettvangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert