Réðust á tvo Breta á Laugavegi og rændu af þeim 800 krónum

Laugavegur 77 í Reykjavík.
Laugavegur 77 í Reykjavík. mbl.is/ Halldór Kolbeins

Þrír karlar réðust á tvo unga ferðamenn frá Bretlandi í nótt fyrir utan Laugaveg 77, þar sem Bónus og fleiri fyrirtæki eru til húsa, og rændu þá. Árásarmennirnir höfðu þó aðeins 800 krónur upp úr krafsinu og náðust tveir þeirra skömmu síðar af lögreglu en sá þriðji slapp.

Að sögn lögreglunnar voru Bretarnir beittir ofbeldi en meiðsl þeirra munu ekki alvarleg og þurfti ekki að flytja þá á sjúkrahús. Vitni tilkynnti lögreglu um ránið kl. 1.43.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert