Færeyska yfirlýsingin

Niels Heine Mortensen ásamt Jóhannesi Alberti Sævarssyni hrl. sem sá …
Niels Heine Mortensen ásamt Jóhannesi Alberti Sævarssyni hrl. sem sá um að túlka af færeysku. mbl.is/Guðmundur Rúnar
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is
Lögregluskýrsla, sem tekin var af Niels Heine Mortensen, framkvæmdastjóra SMS verslunarfélagsins í Færeyjum, í september árið 2002, var mikið rædd við aðalmeðferð Baugsmálsins í gær, en fram kom hjá saksóknara að þegar yfirheyrslan var um það bil hálfnuð breytti Niels framburði sínum verulega.

Yfirheyrslan sem greint er frá í skýrslunni fór ýmist fram á ensku eða „skandinavísku" en skýrslan var rituð á íslensku og færeyskur lögreglumaður þýddi innihald hennar fyrir Niels áður en hann skrifaði undir. Fyrir rétti í gær kannaðist Niels ekki við að hafa sagt ýmislegt sem í skýrslunni stendur og í ljós kom að lögreglumaðurinn skildi ekki heldur allt sem þar kom fram.

SMS tengist Baugsmálinu með þeim hætti að félagið gaf út kredityfirlýsingu til Baugs síðsumars 2001 upp á 46,7 milljónir króna vegna markaðsstyrks fyrir kaffi. Styrkinn átti danska heildsölufélagið Dagrofa að greiða, samkvæmt yfirlýsingunni.

Ákæruvaldið segir að yfirlýsingin sé tilhæfulaus og aðeins ætlað að hífa upp hagnað Baugs enda hafi engin viðskipti legið henni að baki. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hefur á hinn bóginn sagt að röð mistaka hafi leitt til útgáfu hennar. Ákæruefnin sem tengjast yfirlýsingunni eru í raun hin sömu og vegna hins fræga kreditreiknings Jóns Geralds Sullenberger.

Sjö Færeyingar báru í gær vitni vegna málsins í gær og voru skýrslur þeirra túlkaðar á íslensku af Jóhannesi Alberti Sævarssyni, hæstaréttarlögmanni. Hann er reyndar ekki löggiltur dómtúlkur en þar sem enginn slíkur fannst á landinu var færeyskan hans látin duga. Móðir Jóhannesar Alberts er færeysk og hann hefur mikið dvalið í eyjunum og er þar komin skýring á tungumálakunnáttunni.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert