Eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. Morgunblaðið/ Sverrir

Almennar stjórnmálaumræður, eldhúsdagsumræður, hefjast á Alþingi kl. 19:50 í kvöld. Umræðurnar verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi og fara þannig fram að hver þingflokkur fær 22 mínútur til umráða sem skiptast í þrjár umferðir, 10 mínútur í fyrstu umferð og 6 mínútur í annarri og þriðju umferð.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkur
Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Framsóknarflokkur
Frjálslyndi flokkurinn.

Fyrir Samfylkinguna tala í fyrstu umferð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í annarri umferð Katrín Júlíusdóttir en í þriðju umferð talar Björgvin G. Sigurðsson.

Fyrir Sjálfstæðisflokk tala í fyrstu umferð Geir H. Haarde forsætisráðherra, í annarri Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, en í þeirri þriðju Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.

Ræðumenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs verða í fyrstu umferð Steingrímur J. Sigfússon, í annarri umferð Kolbrún Halldórsdóttir en Ögmundur Jónasson í þriðju umferð.

Fyrir Framsóknarflokk tala Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í fyrstu umferð, Sæunn Stefánsdóttir í annarri, en í þriðju umferð Birkir J. Jónsson.

Fyrir Frjálslynda flokkinn tala í fyrstu umferð Magnús Þór Hafsteinsson, í annarri Kristinn H. Gunnarsson og í þriðju umferð tala Sigurjón Þórðarson og Valdimar L. Friðriksson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert