Félag starfsmanna Alcan ÍSALs mælir með stækkun álversins

Hagur, sem er félag starfsmanna álvers Alcans í Straumsvík, hefur sent frá sér ályktun þar sem mælt er með stækkun álversins í Straumsvík. Segir í ályktuninni, að stækkun Alcan Ísals hafi jákvæð áhrif á efnahags og atvinnulíf Hafnarfjarðar og öllu höfuðborgarsvæðinu til framtíðar og stuðli að framþróun iðnaðar og þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Þá segir að stækkun álversins sé í sátt við umhverfissjónarmið og fullnægi öllum skilyrðum um umhverfi.

Bent er á að fimmta hvert fyrirtæki í Hafnarfirði hafi lifibrauð sitt alfarið eða að hluta til af þjónustu við Alcan Ísal. Hjá Alcan starfi nú rúmlega 460 manns í heilsársstörfum en eftir stækkunina muni þeim fjölga í 850 til 885 og árlegar tekjur Hafnarfjarðar aukast úr 490 milljónum króna í yfir 1,5 milljarð. Þá séu ótalin önnur gjöld sem gangi til ríkisins. Beinum og óbeinum störfum í Hafnarfirði muni fjölga um 500 og verða 1186. Þar við bætist óbein áhrif vegna aukinna viðskipta og neyslu í Hafnarfirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka