Á von á að þingi ljúki á laugardag

Mikið annríki er nú á Alþingi og fjöldi mála óafgreiddur.
Mikið annríki er nú á Alþingi og fjöldi mála óafgreiddur. mbl.is/Sverrir

Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, á von á því að þingi ljúki á laugardag. Sólveig átti fund með formönnum þingflokkanna í kvöld og sagði þetta að honum loknum, í samtali við Sjónvarpið. Nýr þingfundur var settur á nú í kvöld og eins og í morgun eru á dagskrá 80 mál. Búast má við að fundurinn standi fram á nótt.

Meðal þeirra mála, sem mælt var fyrir í kvöld, var þingsályktunartillaga frá sem formenn stjórnmálaflokkanna flytja um að skipa nefnd til að undirbúa hvernig minnast eigi þess að 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert