„Gengur ekki að margir séu að reyna að stjórna þingfundi“

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis.
Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis. mbl.is/Sverrir

„Það gengur ekki að það séu margir hér að reyna að stjórna þingfundi,“ sagði Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, í kvöld þegar greiða átti atkvæði með einni af mörgum breytingatillögum með frumvarpi á verðlagningu, framleiðslu og sölu á búvörum. Þingmenn höfðu þá margir gripið fram í fyrir henni og var mikið skvaldur í þingsal.

Sólveig sagði atkvæði hafa verið greidd en þá benti þingmaður henni á að allir þingmenn sem væru í sal yrðu að greiða atkvæði og sagði Sólveig það rétt. Þá mátti heyra þau ummæli úr sal að þingmenn hefðu ekki náð að greiða atkvæði og fengu þeir að gera það. Mikið gekk þó áfram á fyrir þingmönnum, hlátur og skvaldur og reyndist Sólveigu erfitt að kveða sér hljóðs.

Á undan höfðu miklar umræður átt sér stað um störf þingsins og þótti stjórnarandstöðu ríkisstjórnin hafa gengið hart fram í auðlindamálinu. Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, sagði eðlilegt að senda auðlindaákvæðið aftur í stjórnarskrárnefnd þar sem samstaða hefði ekki náðst um það. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði það aumingjaskap að ljúka málinu með þeim hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert