Yfir 1.400 manns hafa undirritað sáttmála um framtíð Íslands

Nú hafa 1.415 manns skrifað undir sáttmála um framtíð Íslands sem ráðamönnum og allri íslensku þjóðinni er boðið að staðfesta á vefsíðu Framtíðarlandsins eða með smáskilaboðum.

Í sáttmálanum er hvatt til að unnið verði að umhverfisvernd og framsæknu og fjölbreyttu atvinnulífi á næsta kjörtímabili og gert ráð fyrir að lögfest verði áætlun um náttúruvernd áður en frekar verður aðhafst í orkuvinnslu.

Vefur Framtíðarlandsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert