vefsíðu talsmanns neytenda. Hann spyr meðal annars hvort rétt sé að mismuna neytendum eftir kynferði eins og langflestir hárskerar landsins gera. Þar sem verð á klippingu er yfirleitt hærra fyrir konur en karla.">

Neytendum mismunað eftir kyni

Réttast væri að kyngreina ekki hársnyrtinguna að mati talsmanns neytenda.
Réttast væri að kyngreina ekki hársnyrtinguna að mati talsmanns neytenda. mbl.is/Sverrir Vilhjálmsson

Gísli Tryggvason talsmaður neytenda veltir kynjamismunun neytenda fyrir sér í pistli á vefsíðu talsmanns neytenda. Hann spyr meðal annars hvort rétt sé að mismuna neytendum eftir kynferði eins og langflestir hárskerar landsins gera. Þar sem verð á klippingu er yfirleitt hærra fyrir konur en karla.

„Munurinn var ekki eins mikill og ég hafði haldið þegar ég tók til við að skrifa greinina,” sagði Gísli í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. „Þetta er kannski ekki stórvandamál en það mætti kannski leysa það með þeim hætti sem ég bendi á í lok greinarinnar að hætta að kenna klippingarnar við kynin,” sagði Gísli.

Nýlega var tæpt á því í fjölmiðlum að danskar konur greiða meira fyrir bifreiðatryggingar en karlar. „Ég hallast nú reyndar að því að það sé heimill munur ef konur eru sannanlega betri bílstjórar að þá væri hægt að bjóða þeim lægri iðgjöld,” sagði Gísli.

En er ekki hætta á að klippingar á hárgreiðslustofum hækki í verði fyrir karla fremur en að þær lækki fyrir konur ef hætt verði að tala um kven- og karlaklippingu? „Þegar maður bendir á að það þurfi að jafna eitthvað þá er maður ekki að kalla eftir þeirri lausn og vonandi er samkeppnin næg til að svo verði ekki. Ég veit að sumir velja sér hárskera eftir verði og vonandi gerist það sem víðast á markaði,” sagði Gísli. „Meinlokan sem ég komst að þegar ég gerði þessa óformlegu könnun er sú að maður spyr hvað karlaklipping kostar og hvað kvenklipping kostar þegar maður ætti í raun að kanna hvað klipping kostar og hvað aðrir þjónustuliðir kosta,” sagði Gísli að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert