Hugaður starfsmaður bauð sig fram

Litlu mátti muna að illa færi í óveðrinu í fyrrakvöld þegar níðþungir uppslættir á 6. hæð nýbyggingar í Smáratorgi fóru að lyftast í mestu vindhviðunum. Björgunarsveitamenn ásamt verktaka á svæðinu fóru á vettvang og hjálpuðust að við að fergja hlutina en allt lék á reiðiskjálfi þegar verst lét. Notaðir voru steypuklumpar til að leggja ofan á flekana. Við verkið var notaður byggingakrani og að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bauð hugaður starfsmaður sig fram til að klifra upp í kranann og stjórna honum. Um tugur björgunarsveitamanna tók þátt í aðgerðinni ásamt fleirum. Sunnanstormur og úrhellisrigning reið yfir höfuðborgarsvæðið í fyrrakvöld og ágerðist þegar líða tók að miðnætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert