Er körlum illa við bleika gúmmíhanska?

Er körlum illa við bleika uppþvottahanska?
Er körlum illa við bleika uppþvottahanska? mbl.is/Jim Smart

Er körlum illa við bleika gúmmíhanska? Eru þeir samanbitnir, tilfinningasljóir aular eða umhyggjusamir feður í klemmu kynjahlutverka? Þetta eru spurningar sem varpað verður fram á hádegisfundi Jafnréttisstofu á miðvikudaginn kemur.

Í fréttatilkynningu frá Jafnréttisstofu kemur fram að hún hafi á síðustu árum verið þátttakandi í nokkrum samevrópskum rannsóknaverkefnum, sem beinst hafa að stöðu karla sérstaklega og hinu flókna samspili fjölskyldulífs og atvinnulífs.

Á hádegisfundi þann 28. mars næstkomandi fjallar Ingólfur V. Gíslason um stöðu, viðhorf og vilja íslenskra karla eins og hún birtist í niðurstöðum þessara verkefna.

Fundurinn verður haldinn í Borgum við Norðurslóð á Akureyri og er opinn öllum að kostnaðarlausu. Hefst fundurinn í anddyri Borga kl. 12 og verður súpa í boði fyrir fundargesti.

Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að tilkynna komu sína til Jafnréttisstofu í síma 460 6200 eða í tölvupósti jafnretti@jafnretti.is_

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert