Landeigendur Óttarsstaða stefna íslenska ríkinu, Alcan og Hafnarfjarðarbæ

Þingfest verður krafa landeigenda um bætur.
Þingfest verður krafa landeigenda um bætur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landeigendur Óttarsstaða suðvestan við álverið í Straumsvík hafa stefnt íslenska ríkinu, Alcan og Hafnarfjarbæ. Stefnan verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10. Farið er fram á að dómurinn viðurkenni að landeigendum beri bætur eða að kaupa skuli af þeim það land sem nemur um 400 til 500 hekturum sem liggur að landi álversins og nýtist ekki til húsbygginga sökum mengunar á landi og lofti.

Lögmaður landeigendanna, Ragnar Aðalsteinsson sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í morgun að iðnaðarráðherra hefði sagt að hann hefði ekki heimild til að stöðva rekstur álversins eins og landeigendurnir hafa farið fram á og að Alcan segi það vera á ábyrgð íslenska ríkisins að greiða landeigendum bætur þar sem það veitti leyfi til reksturs álversins.

Mál þetta hefur verið í tvö ár í undirbúningi en hugsanleg stækkun álversins snertir það lítið að sögn Ragnars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert