600 hafa kosið utan kjörfundar í álverskosningu

Kosið verður í Hafnafirði á laugardag um fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 15. febrúar og fer fram að Strandgötu 6, 2. hæð. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ hafa um 600 manns kosið utankjörfundar í dag en á kjörskrá eru  16.648 manns.

Opið er alla virka daga frá 9–16. Á morgun, fimmtudaginn 29. mars, er opið til kl. 19 en utankjörfundaratkvæðagreiðslu lýkur föstudaginn 30. mars kl. 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert