Gripinn eftir innbrot á tannlæknastofu

18 ára piltur var handtekinn á tannlæknastofu í Reykjavík í nótt sem hann hafði brotist inn í. Þá sást maður hlaupa frá apóteki í austurborginni eftir innbrot. Ekki er vitað hvað hann hafði á brott með sér en lögregla rannsakar nú málið. Fangageymslur eru nú nær fullar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert