Múrbúðin kærir BYKO til Neytendastofu

Verslun BYKO við Hringbraut.
Verslun BYKO við Hringbraut. Mbl.is/ Ómar

Múrbúðin hefur kært BYKO til Neytendastofu fyrir margvísleg brot á lögum um óréttmæta viðskiptahætti. Meðal annars sakar Múrbúðin BYKO um að veita rangar, ófullnægjandi og villandi upplýsingar í auglýsingum og auglýsa útsölu án þess að um raunverulega verðlækkun sé að ræða, að því er kemur fram í tilkynningu.

Þar segir að með kærunni sé Múrbúðin að reyna að vekja neytendur jafnt og Neytendastofu til vitundar um þá kerfisbundnu og neikvæðu þróun sem felst í svonefndri Múskó-væðingu en þar sé átt við áráttu stórverslana og verslanakeðja til að villa um fyrir neytendum í auglýsingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert